Lilja Árnadóttir
Lilja Árnadóttir
Í tilefni sýningarinnar Með verkum handanna sem nú stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins er efnt til málþingsins í safninu í dag, laugardag, kl. 12.45-16.30. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður setur málþingið og í framhaldinu flytja erindi á…

Í tilefni sýningarinnar Með verkum handanna sem nú stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins er efnt til málþingsins í safninu í dag, laugardag, kl. 12.45-16.30. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður setur málþingið og í framhaldinu flytja erindi á íslensku Lilja Árnadóttir, fyrrverandi deildarstjóri munasafns á Þjóðminjasafni Íslands; Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði í Háskóla Íslands, og Sigríður Guðmarsdóttir, dósent í hagnýtri guðfræði við Háskóla Íslands. Eftir kaffihlé flytja erindi á ensku Elisabeth Antoine-König, sviðstjóri listmunasviðs Louvre-safns í París; Margaret Cormack, prófessor emerita við College of Charleston í Suður-Karólínu og fyrrverandi gestafræðimaður á Stofnun Árna ­Magnússonar í íslenskum fræðum; Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, vísindamaður á Jarðvísindastofnun, og Jan Heinemeier, prófessor emeritus við Háskólann í Árósum.