Norður ♠ 4 ♥ G92 ♦ ÁG10932 ♣ G73 Vestur ♠ Á986 ♥ 1063 ♦ 65 ♣ K1085 Austur ♠ K7532 ♥ K8754 ♦ K8 ♣ 2 Suður ♠ DG10 ♥ ÁD ♦ D74 ♣ ÁD964 Suður spilar 3G

Norður

♠ 4

♥ G92

♦ ÁG10932

♣ G73

Vestur

♠ Á986

♥ 1063

♦ 65

♣ K1085

Austur

♠ K7532

♥ K8754

♦ K8

♣ 2

Suður

♠ DG10

♥ ÁD

♦ D74

♣ ÁD964

Suður spilar 3G.

„Ég er með glóðvolgt útspilsvandamál handa ykkur.“ Gölturinn hafði setið einn við tölvuna á meðan fuglarnir skruppu út í bakarí að sækja nýbakaðar kleinur og ástarpunga. „Hérna,“ sagði hann og sýndi þeim spil vesturs og sagnir: Suður opnar á 1♣, norður segir 1♦, austur 2♣ (hálitir), suður 2G, vestur 3♠ og norður 3G. Að svo búnu stakk Gölturinn upp í sig tveimur kleinum og gaf fuglunum tækifæri til að hugsa.

Magnús: „Ég kem út með hjartatíu. Sé fyrir mér að makker drepi á ás og spili spaðadrottningu í gegnum kóng suðurs.“

Óskar: „Alltof langsótt. Ég spila bara út spaða.“

„Einhverjum sérstökum spaða?“ spurði Gölturinn?

„Nú sexunni, fjórða hæsta.“

„Eins og meistararnir í Hörpu,“ sagði Gölturinn og afhjúpaði allt spilið.