Meiddur Óskar Jónsson verður ekkert með Fram á komandi leiktíð.
Meiddur Óskar Jónsson verður ekkert með Fram á komandi leiktíð. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Knattspyrnumaðurinn Óskar Jónsson verður ekkert með Fram á komandi leiktíð vegna meiðsla en hann sleit krossband á æfingu liðsins á dögunum. Fótbolti.net greindi frá. Hinn 26 ára gamli Óskar lék 22 af 27 leikjum Fram í Bestu deildinni á síðustu…

Knattspyrnumaðurinn Óskar Jónsson verður ekkert með Fram á komandi leiktíð vegna meiðsla en hann sleit krossband á æfingu liðsins á dögunum. Fótbolti.net greindi frá. Hinn 26 ára gamli Óskar lék 22 af 27 leikjum Fram í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og átti sinn þátt í að liðið hélt sér uppi í deild þeirra bestu eftir harða fallbaráttu. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með Gróttu, Þrótti úr Reykjavík, ÍR og Þór.