Fyrir 2-3 1 laukur 2 hvítlauksrif 100 g sveppir 1 tsk kókosolía 1 tsk salt (himalaja- eða sjávarsalt) 1 tsk svartur pipar 0,5 msk karrí 0,5 tsk túrmerik 200 g tómatar, saxaðir (ferskir eða úr dós) 1 msk tómatmauk (puré) 300 ml vatn 1 gerlaus…

Fyrir 2-3

1 laukur

2 hvítlauksrif

100 g sveppir

1 tsk kókosolía

1 tsk salt (himalaja- eða sjávarsalt)

1 tsk svartur pipar

0,5 msk karrí

0,5 tsk túrmerik

200 g tómatar, saxaðir (ferskir eða úr dós)

1 msk tómatmauk (puré)

300 ml vatn

1 gerlaus grænmetisteningur

5 lárviðarlauf

250 g blandaðir sjávarréttir eða annað fiskmeti

75 g kræklingur (úr dós)

1 stór lófafylli steinselja, söxuð

1 tsk fiskisósa (Nam Plah)

Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið smátt. Skerið sveppina í þunnar sneiðar. Hitið kókosolíu í potti og steikið lauk, hvítlauk og sveppi í nokkrar mínútur. Bætið við vatni ef þarf meiri vökva. Kryddið með salti, pipar, karríi og túrmerik. Setjið tómata, tómatmauk, fiskisósu, vatn, grænmetistening og lárviðarlauf út í pottinn. Látið suðuna koma upp og látið malla í nokkrar mínútur.

Setjið frosnu sjávarréttina út í (eða fiskinn í litlum bitum) og sjóðið í 3-4 mínútur. Bætið kræklingnum út í (ásamt helmingnum af vökvanum úr dósinni) og hitið að suðu.

Saxið steinselju yfir súpuna (og setjið um 1 msk í hvern disk áður en súpan er borin fram).

Það er meiriháttar að hafa nýbakað snittubrauð með súpunni. Í staðinn fyrir blandaða sjávarrétti má nota
100 g beinlausan og roðflettan fisk og 150 g hörpuskel og rækjur.

Frá cafesigrun.com.