Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika sem hluta af Myrkum músíkdögum í Norðurljósum Hörpu kl. 21 í kvöld, laugardagskvöld 27. janúar. Frumflutt verða tvö ný íslensk verk eftir Finn Karlsson og Áskel Másson auk Sex laga fyrir strengjakvartett eftir Karólínu Eiríksdóttur

Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika sem hluta af Myrkum músíkdögum í Norðurljósum Hörpu kl. 21 í kvöld, laugardagskvöld 27. janúar. Frumflutt verða tvö ný íslensk verk eftir Finn Karlsson og Áskel Másson auk Sex laga fyrir strengjakvartett eftir Karólínu Eiríksdóttur. Verk Finns nefnist Hýena sem heitir gærdagur við ljóð Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur. Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir syngur. Verk Áskels, Norðurljós, er konsert fyrir horn og kammersveit en einleikari er Stefán Jón Bernharðsson.