Freya Allen í hlutverki Írisar.
Freya Allen í hlutverki Írisar. — Skjáskot
Hryllingur Hvernig til­finning ætli það sé að erfa gamla óhugnanlega knæpu, þar sem 400 ára kvendjöfull er læstur niðri í kjallara? Spyrjið bara hana Írisi, sem er aðalpersónan í nýrri breskri hrollvekju, Baghead, í leikstjórn Albertos Corredors

Hryllingur Hvernig til­finning ætli það sé að erfa gamla óhugnanlega knæpu, þar sem 400 ára kvendjöfull er læstur niðri í kjallara? Spyrjið bara hana Írisi, sem er aðalpersónan í nýrri breskri hrollvekju, Baghead, í leikstjórn Albertos Corredors. Það er einmitt nafnið á djöfsunni, Baghead eða Pokahaus, enda hylur hún ásjónu sína með forláta gömlum strigapoka. Sem maður myndi nú ábyggilega gera sjálfur væri maður orðinn 400 ára. Pokahaus hefur þó þann kost að hún getur vakið hvern sem er upp frá dauðum í tvær mínútur í senn en vari spjallið við viðkomandi lengur er andi hins látna að eilífu horfinn okkur lifandi fólki.