Hvammstangi Íbúarnir mynda fjölbreyttan hóp af ýmsu þjóðerni.
Hvammstangi Íbúarnir mynda fjölbreyttan hóp af ýmsu þjóðerni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Í Húnaþingi vestra hafa nú verið kynnt drög að sérstakri málstefnu. Þar er undirstrikað að vönduð og auðskiljanleg íslenska skuli vera í öndvegi í stjórnsýslu sveitarfélagsins en helstu upplýsingar skuli einnig vera eins og kostur er aðgengilegar á…

Í Húnaþingi vestra hafa nú verið kynnt drög að sérstakri málstefnu. Þar er undirstrikað að vönduð og auðskiljanleg íslenska skuli vera í öndvegi í stjórnsýslu sveitarfélagsins en helstu upplýsingar skuli einnig vera eins og kostur er aðgengilegar á ensku, eða öðrum þeim tungum sem flestir íbúar á svæðinu hafa sem móðurmál. Komin er þýðingarvél á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem þýða má efni á 20 tungumál. Íbúar í Húnaþingi vestra eru nú 1.255. Af þeim eru 184 erlendir ríkisborgar eða um 15% af heildarfjölda.

„Sveitarfélögum er skylt að hafa sérstaka málstefnu og því er nú brugðist við,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. „Við verðum að geta mætt íbúum í aðstæðum sínum og þá gildir að nýta tæknina til þýðinga eða túlkaþjónustu ef tungumálakunnáttu skortir. Hér á Hvammstanga er t.d. nokkur hópur Sýrlendinga; fólk sem hingað flutti árið 2019. Hefur fest hér rætur, keypt húsnæði og leggur margt gott til samfélagsins.“ sbs@mbl.is