Gull Lucie Martinsdóttir varð efst í stigakeppninni í kraftlyftingum á Reykjavíkurleikunum. Hún er fædd í Tékklandi en keppir fyrir Ísland.
Gull Lucie Martinsdóttir varð efst í stigakeppninni í kraftlyftingum á Reykjavíkurleikunum. Hún er fædd í Tékklandi en keppir fyrir Ísland. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Fjölmörg Íslandsmet féllu þegar kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í gær. Kristrún Ingunn Sveinsdóttir var í metaham því hún þríbætti Íslandsmetið í bæði hnébeygju og bekkpressu í 52 kg flokki

Fjölmörg Íslandsmet féllu þegar kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í gær. Kristrún Ingunn Sveinsdóttir var í metaham því hún þríbætti Íslandsmetið í bæði hnébeygju og bekkpressu í 52 kg flokki.

Lyfti hún þyngst 120 kílóum í hnébeygju og 77,5 kílóum í bekkpressu. Hún lét sér ekki nægja sex Íslandsmet á einu kvöldi, því hún lyfti 172,5 kílóum í réttstöðulyftu og bætti eigið Íslandsmet.

Hilmar Símonarson bætti Íslandsmetið í hnébeygju í 74 kg flokki er hann lyfti 220 kílóum. Þá bætti hann metið í samanlögðu með 582,5 kílóum.

Lucie Martinsdóttir vann heildarstigakeppnina í kvennaflokki með 100,291 stig og Drífa Ríkharðsdóttir varð önnur með 91,810 stig.

Í karlaflokki vann Friðbjörn Bragi Hlynsson heildarstigakeppnina með 96,236 stigum. Máni Freyr Helgason varð annar með 92,449 stig.