Norður ♠ 53 ♥ K4 ♦ D108742 ♣ KG3 Vestur ♠ Á9842 ♥ D10 ♦ G95 ♣ 752 Austur ♠ G107 ♥ 97652 ♦ K6 ♣ D104 Suður ♠ KD6 ♥ ÁG83 ♦ Á3 ♣ Á986 Suður spilar 3G

Norður

♠ 53

♥ K4

♦ D108742

♣ KG3

Vestur

♠ Á9842

♥ D10

♦ G95

♣ 752

Austur

♠ G107

♥ 97652

♦ K6

♣ D104

Suður

♠ KD6

♥ ÁG83

♦ Á3

♣ Á986

Suður spilar 3G.

„Að strögla eða strögla ekki – þarna er efinn.“ Eftir margra daga setu við tölvuna er Gölturinn farinn að röfla við sjálfan sig eins og Hamlet forðum daga. Það er vestur sem er í sporum danska prinsins. Suður opnar á 1♣ og vestur þarf að gera upp við sig hvort hann kemur inn á 1♠ eða passar.

Í meistarakeppninni í Hörpu spiluðu Simon Gillis og Tiwari Rejeshwar báðir 3G í leik á BBO og fengu út spaða upp á tíu og kóng. Gillis spilaði tígulás og tígli á drottninguna. Tveir niður. Rejeshwar fór inn í borð á hjartakóng til að spila tíguldrottningu – kóngur og ás. Síðan kom tígull á tíuna og unnið spil.

Af hverju fóru þeir svona ólíkt í tígulinn? Af því vestur sagði 1♠ gegn Gillis en pass gegn Rejeshwar. Eftir ströglið er vestur líklegri til að eiga tígulkóng. Og öfugt – eftir pass er tígulkóngur líklegri í austur.