Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson
„Í Grindavík fann ég þjóðarsálina, segir Ólafur Ragnar Grímsson. Á löngum ferli sem stjórnmálamaður og síðar forseti Íslands kveðst hann hafa lagt sérstaka rækt við Grindavík og fólk þar. Heimsótt staðinn og rabbað við fólk um daginn og veginn

„Í Grindavík fann ég þjóðarsálina, segir Ólafur Ragnar Grímsson. Á löngum ferli sem stjórnmálamaður og síðar forseti Íslands kveðst hann hafa lagt sérstaka rækt við Grindavík og fólk þar. Heimsótt staðinn og rabbað við fólk um daginn og veginn. Slíkt hefði gefist sér vel; almenningsálitið hefði vísað sér veginn.

„Í Grindavík greindi ég hvernig umræðan væri á vinnustöðum, í fiskvinnslunni og niður við höfn og af því var hægt að taka mið. Ef ég þurfti, sér í lagi í forsetatíð, að taka örlagaríkar ákvarðanir, sem voru óvinsælar í ýmsum herbúðum, hikaði ég ekkert væri Grindavík fylgjandi málinu. Vissi að þjóðin væri sömu skoðunar, að minnsta kosti að meirihluta til. Að njóta í áratugi þessar leiðsagnar voru mikil forréttindi. Grindvíkingar höfðu alltaf á réttu að standa,“ segir Ólafur Ragnar. » 6