Húsnæði Nú þarf að byggja meira.
Húsnæði Nú þarf að byggja meira. — Morgunblaðið/Eggert
Er kalt og klakafullt á Íslandi? Það skyldi þó ekki vera, en það er ráð við því: Brjóta alla hitamæla og leggja Veðurstofuna niður! Þetta er nákvæmlega það sem stjórnvöld láta sér til hugar koma í verðbólgubaráttunni; taka aðalskaðvaldinn, húsnæðisliðinn, úr sambandi og falsa vísitöluna

Er kalt og klakafullt á Íslandi? Það skyldi þó ekki vera, en það er ráð við því:

Brjóta alla hitamæla og leggja Veðurstofuna niður!

Þetta er nákvæmlega það sem stjórnvöld láta sér til hugar koma í verðbólgubaráttunni; taka aðalskaðvaldinn, húsnæðisliðinn, úr sambandi og falsa vísitöluna.

Nær væri að moka inn einingahúsum frá útlöndum eins og gert var í Vestmannaeyjagosinu og koma þeim upp í hverfum í Reykjavík og nálægum sveitarfélögum, þaðan sem Grindvíkingar geti stundað vinnu og haft sitt félagslega samneyti. Það myndi, strax og ákvörðun lægi fyrir, draga úr spennu og verðbólguvæntingum.

Þegar svo aðstæður breytast, sem vonandi verður fyrr en síðar, koma þessi hús inn á markaðinn og húsnæðisverð lækkar enn.

Þessari húsnæðisþenslu verður að linna. Fyrr ná kjör ekki að verða viðunandi fyrir venjulegt fólk sem þarf að treysta á þennan brjálaða markað og borgar allt of stóran hluta af launum sínum fyrir þak og fjóra veggi.

Sunnlendingur