Mark ÍR-ingurinn Ásthildur Bertha Bjarkadóttir skorar eitt fjögurra marka sinna gegn Aftureldingu í nýliðaslagnum í Mjóddinni á laugardag.
Mark ÍR-ingurinn Ásthildur Bertha Bjarkadóttir skorar eitt fjögurra marka sinna gegn Aftureldingu í nýliðaslagnum í Mjóddinni á laugardag. — Morgunblaðið/Óttar
ÍR hafði betur gegn Aftureldingu, 29:26, í nýliðaslag í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta í Breiðholtinu á laugardag. Liðin komu saman upp úr 1. deildinni á síðustu leiktíð en ÍR hefur spjarað sig mun betur í deild þeirra bestu hingað til

ÍR hafði betur gegn Aftureldingu, 29:26, í nýliðaslag í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta í Breiðholtinu á laugardag. Liðin komu saman upp úr 1. deildinni á síðustu leiktíð en ÍR hefur spjarað sig mun betur í deild þeirra bestu hingað til.

ÍR fór með sigrinum langt með að tryggja sér sæti í deildinni á næstu leiktíð, en liðið er nú með 14 stig og níu stigum fyrir ofan fallsæti. ÍR er í fimmta sæti og þótt Afturelding sé aðeins einu sæti neðar munar átta stigum á liðunum. Afturelding er aðeins með einu stigi meira en Stjarnan og KA/Þór sem verma tvö neðstu sætin og ljóst að hörð fallbarátta er fram undan.

Eins og oft áður átti Karen Tinna Demian góðan leik fyrir ÍR og skoraði hún tíu mörk. Matthildur Lilja Jónsdóttir kom næst með sjö mörk.

Hjá Aftureldingu var Hildur Lilja Jónsdóttir markahæst með sjö mörk.