Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 eru særðir eftir drónaárás á bækistöð bandaríska hersins í Jórdaníu í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískir hermenn eru drepnir í árás í Mið-Austurlöndum frá því stríð Ísraels og Hamas-samtakanna hófst á Gasa í október

Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 eru særðir eftir drónaárás á bækistöð bandaríska hersins í Jórdaníu í gær.

Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískir hermenn eru drepnir í árás í Mið-Austurlöndum frá því stríð Ísraels og Hamas-samtakanna hófst á Gasa í október. Dauðsföllin eru talin til þess fallin að auka enn frekar á spennuna sem er fyrir hendi á svæðinu og ýta undir víðtækari átök sem tengjast Íran beint.

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásina framda af hópum sem eru studdir af Íran og starfa í Sýrlandi eða Írak. Hann sagði í gærkvöldi að Bandaríkin myndu svara þessum árásum og drápum á bandarískum hermönnum.

Málið þykir vera áskorun fyrir Biden en gengið verður til forsetakosninga seinna í ár og hefur hann sætt gagnrýni úr röðum repúblikana eftir árásina. Donald Trump segir þetta „afleiðingu veikleika og uppgjöf Joe Bidens“. » 13