Alexander Stubb
Alexander Stubb
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir fyrstu umferð forsetakosninga í Finnlandi er ljóst að Alexander Stubb eða Pekka Haavisto verður næsti Finnlandsforseti. Hvor um sig hlaut rúman fjórðung atkvæða í fyrstu umferð forsetakosninganna í landinu í gær

Eftir fyrstu umferð forsetakosninga í Finnlandi er ljóst að Alexander Stubb eða Pekka Haavisto verður næsti Finnlandsforseti. Hvor um sig hlaut rúman fjórðung atkvæða í fyrstu umferð forsetakosninganna í landinu í gær. Kosið verður á ný þann 11. febrúar.

Stubb, frambjóðandi úr íhaldsflokknum, er fyrrverandi forsætisráðherra en hann hlaut 27,2% atkvæða. Haavisto, frambjóðandi úr græningjaflokknum, er fyrrverandi utanríkisráðherra en hann hlaut 25,8% atkvæða.

Kosningarnar fóru því eins og spáð var en Jussi Halla-aho, úr hægri-lýðhyggjuflokknum Sönnum Finnum, var samt talinn eiga möguleika á að brúa bilið á milli sín og hinna frambjóðendanna en svo varð ekki og hann hafnaði í þriðja sæti með 19% atkvæða.