Evrópuráðið Aserbaísjan er tímabundið óheimilt að taka þátt í starfinu.
Evrópuráðið Aserbaísjan er tímabundið óheimilt að taka þátt í starfinu. — Ljósmynd/AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kjörbréf sendinefndar Aser­baísjan var ekki staðfest á þingfundi Evrópu­ráðsins í síðustu viku. Ákvörðunin gildir í eitt ár og gerir það að verkum að ríkinu er óheimilt að sitja í ráðinu. Í samtali við Morgunblaðið segir þingmaðurinn Birgir…

Kári Freyr Kristinsson

karifreyr@mbl.is

Kjörbréf sendinefndar Aser­baísjan var ekki staðfest á þingfundi Evrópu­ráðsins í síðustu viku. Ákvörðunin gildir í eitt ár og gerir það að verkum að ríkinu er óheimilt að sitja í ráðinu.

Í samtali við Morgunblaðið segir þingmaðurinn Birgir Þórarinsson, sem á sæti í íslensku sendinefndinni, Aserbaísjan ekki rekið úr Evrópuráðinu eins og Rússland. „Þeir fá ekki að taka þátt í starfi Evrópuráðsins næsta árið,“ segir Birgir. Íslenska sendinefndin kaus með tillögunni en hún er skipuð, auk Birgis, þeim Bjarna Jónssyni og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Birgir segir Aserbaísjan ekki hafa staðið við þau gildi og skuldbindingar sem fylgi því að tilheyra Evrópuráðinu.

„Það sem réð úrslitum, held ég er málið í Nagorno-Karabakh en rúmlega hundrað þúsund Armenar sem þar bjuggu voru á síðasta ári hraktir frá heimilum sínum og hafa ekki getað snúið aftur,“ segir Birgir. Synjun Aserbaísjan um að Evrópuráðið fengi að hafa kosningaeftirlit hafi einnig ráðið úrslitum. „Sjálfstæði dómskerfisins er dregið mjög í efa í landinu og þar eru fjölmargir pólitískir fangar.“

Birgir hefur gagnrýnt Aserbaísjan í Evrópuráðinu fyrir stríðsrekstur og þjóðernishreinsanir gagnvart Armenum í Nagorno-Karabakh. Neitaði Aserbaísjan í haust að samþykkja að Birgir yrði sérstakur fulltrúi ráðsins í rannsóknarferð til Nagorno-Karabakh eins og Morgunblaðið greindi frá.

„Það er hugsanlegt að þeir komi aftur í Evrópuráðið að ári liðnu og ég held að það sé vilji fyrir því,“ segir hann. Aserbaísjan verði að sýna samstarfsvilja.

Höf.: Kári Freyr Kristinsson