Svartur á leik
Svartur á leik
Staðan kom upp á heimsmeistaramótinu í atskák í opnum flokki sem lauk fyrir skömmu í Samarkand í Úsbekistan. Magnus Carlsen (2.818) hafði svart gegn Vladimir Fedoseev (2.716)

Staðan kom upp á heimsmeistaramótinu í atskák í opnum flokki sem lauk fyrir skömmu í Samarkand í Úsbekistan. Magnus Carlsen (2.818) hafði svart gegn Vladimir Fedoseev (2.716). 46. … Bxc4+ einnig kom til greina að leika 46. … b5. 47. Kxc4 Hxc2 48. Dh4 Kd7 49. Be3 Hg2 50. Dh1 Hg3 51. Bc1 Rf6 52. Hd1 Hd3 53. Hxd3 exd3 54. Kb5 Dxd5 55. Dh3+ Kc7 56. c4 Dc6+ 57. Ka6 b5+ og hvítur gafst upp enda óverjandi mát. Lokastaða efstu manna á heimsmeistaramótinu í atskák varð þessi: 1. Magnus Carlsen 10 vinningar af 13 mögulegum. 2. Vladimir Fedoseev 9 1/2 v. 3. Yangyi Yu (2.699) 9 v. Á heimsmeistaramótinu í hraðskák varð lokastaða efstu manna eftirfarandi: 1. Magnus Carlsen (2.887) 16 vinningar af 21 mögulegum. 2. Daniil Dubov (2.763) 15 1/2 v. 3. Vladislav Artemiev (2.799) 15 v. 4. Maxime Vachier-Lagrave (2.748) 14 1/2 v.