Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vinnumarkaðurinn hér á landi er fársjúkur miðað við annars staðar á Norðurlöndum, að sögn Þorsteins Víglundssonar, forstjóra Hornsteins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og fram kom í Dagmálum Morgunblaðsins í liðinni viku.

Vinnumarkaðurinn hér á landi er fársjúkur miðað við annars staðar á Norðurlöndum, að sögn Þorsteins Víglundssonar, forstjóra Hornsteins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og fram kom í Dagmálum Morgunblaðsins í liðinni viku.

Kjarasamningar þeirrar breiðfylkingar sem nú er að semja við SA á almenna markaðnum renna út eftir tvo daga. Viðræðurnar eru formlega komnar til ríkissáttasemjara, en óvíst er að það breyti miklu enda embættið veikburða.

Um það sagði Þorsteinn: „Öll hin norrænu löndin hafa talsvert fastari tæki fyrir ríkissáttasemjara til að grípa til en við höfum hér. Við höfum einstaklega veikt embætti og við erum með einstaklega veikan vinnumarkað, við erum með fársjúkan vinnumarkað miðað við hin norrænu löndin.“

Ráðherra vinnumarkaðsmála brást í því að taka á þessum vanda þegar hann ákvað að leggja ekki fram frumvarp til að styrkja embætti ríkissáttasemjara, þvert á það sem lá fyrir að gera þyrfti. Nú hefur hann sagt að frumvarpið verði lagt fram á næstunni, en það er augljóslega allt of seint.

Þetta verkleysi ráðherrans getur orðið dýrkeypt og eykur í það minnsta líkurnar á vinnudeilum og verri samningum.