Bára Gísladóttir, tónskáld og kontrabassaleikari, hlýtur Tónskáldaverðlaunin í ár ásamt þeim Daniele Ghisi frá Ítalíu og Yiqing Zhu frá Kína. Fær hvert þeirra 35.000 evrur í sinn hlut, eða rúmlega fimm milljónir íslenskra króna

Bára Gísladóttir, tónskáld og kontrabassaleikari, hlýtur Tónskáldaverðlaunin í ár ásamt þeim Daniele Ghisi frá Ítalíu og Yiqing Zhu frá Kína. Fær hvert þeirra 35.000 evrur í sinn hlut, eða rúmlega fimm milljónir íslenskra króna. Að auki er framleiðsla á tónlist hluti af verðlaununum. Bára lærði tónsmíðar við Lista­háskóla Íslands í Reykjavík, við Conservatorio di Musica Giuseppe Verdi í Mílanó og við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn.