Sviss Heiðdís Lillýjardóttir er farin frá svissneska félaginu Basel.
Sviss Heiðdís Lillýjardóttir er farin frá svissneska félaginu Basel. — Morgunblaðið/Eggert
Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýjar­dóttir hefur yfirgefið svissneska félagið Basel. Heiðdís var í eitt ár hjá Basel, en hún kom til félagsins frá Breiðabliki. Heiðdís er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum

Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýjar­dóttir hefur yfirgefið svissneska félagið Basel. Heiðdís var í eitt ár hjá Basel, en hún kom til félagsins frá Breiðabliki. Heiðdís er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum. Varn­ar­maður­inn, sem er 27 ára, hef­ur leikið 126 leiki í efstu deild hér á landi og skorað í þeim fjög­ur mörk. Þá á hún 60 leiki að baki í 1. deild og 27 mörk. Heiðdís hef­ur leikið 19 leiki með yngri landsliðum Íslands en ekki fengið tæki­færi hjá A-landsliðinu.