Samningur Hér var nýbúið að skrifa undir samning við Sorgarmiðstöðina.
Samningur Hér var nýbúið að skrifa undir samning við Sorgarmiðstöðina. — Ljósmynd/Stjórnarráðið
Gerður hefur verið samningur milli mennta- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Sorgarmiðstöðvarinnar um aukinn stuðning við rekstur samtakanna. Styrkurinn fyrir árið 2024 er 43 milljónir króna

Gerður hefur verið samningur milli mennta- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Sorgarmiðstöðvarinnar um aukinn stuðning við rekstur samtakanna. Styrkurinn fyrir árið 2024 er 43 milljónir króna.

Áhersla á börn

Samningurinn kveður á um að auka fyrst og fremst aðgengi að ráðgjafarsamtölum, stuðningshópastarfi og jafningjastuðningi, en Sorgarmiðstöðin sinnir fjölþættum stuðningi, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og starfsfólks. Mikil áhersla er á stuðning við börn í samningnum og þar er talað um innleiðingu á áfallamiðaðri nálgun í skólum, með fræðsluerindum og stuðningi við börn, innan við 48 klst. þjónustu til skóla þegar andlát hefur borið að, þar sem fagaðilar aðstoða skólastjórnendur við áfallameðferð, sérstök námskeið fyrir 6-15 ára börn ára og stuðningshópa fyrir foreldra.

Stefna stjórnvalda í geðheilbrigðismálum til 2030 er að stuðla að snemmtækum inngripum sem efla geðheilbrigði og draga úr áhrifum áfalla á lífsgæði og er samningurinn liður í því átaki.