Tónlistarkonan Greta Salóme kemur fram ásamt hljómsveit sinni á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans, Björtuloftum Hörpu, á miðvikudagskvöld, 31. janúar, kl. 20. Munu þau leika lög til heiðurs Stéphane Grappelli og Django Reinhardt

Tónlistarkonan Greta Salóme kemur fram ásamt hljómsveit sinni á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans, Björtuloftum Hörpu, á miðvikudagskvöld, 31. janúar, kl. 20. Munu þau leika lög til heiðurs Stéphane Grappelli og Django Reinhardt. „Á dagskránni verða leikin lög í gypsy-djass-stílnum þar sem leifturhraðar laglínur á fiðluna fá að njóta sín og léttleikinn er í fyrirrúmi,“ segir í viðburðarkynningu. Með Gretu leika Gunnar Hilmarsson, Leifur Gunnarsson og Óskar Þormarsson.