Stjarna Kamila Valjeva framkvæmdi einstakt stökk á ÓL 2022.
Stjarna Kamila Valjeva framkvæmdi einstakt stökk á ÓL 2022. — AFP/Natalia Kolesnikova
Kamila Valjeva, 17 ára rússnesk stúlka sem er Evrópu- og ólympíumeistari í listhlaupi á skautum, hefur verið úrskurðuð í fjögurra ára keppnisbann af Alþjóðaíþróttadómstólnum, CAS. Valjeva féll á lyfjaprófi árið 2022, þá nýorðin 16 ára

Kamila Valjeva, 17 ára rússnesk stúlka sem er Evrópu- og ólympíumeistari í listhlaupi á skautum, hefur verið úrskurðuð í fjögurra ára keppnisbann af Alþjóðaíþróttadómstólnum, CAS. Valjeva féll á lyfjaprófi árið 2022, þá nýorðin 16 ára. Rússneska lyfjaeftirlitið úrskurðaði Valjevu í hag, en niðurstöðunni var vísað til CAS sem birti sinn úrskurð í gær og honum er ekki hægt að áfrýja. Bannið er afturvirkt og hún má hefja keppni á ný í árslok 2025.