50 ára Gunnlaugur fæddist í Reykjavík þann 30. janúar 1974. Síðar flutti hann til Vestmannaeyja þar sem hann rekur fyrirtæki sitt GELP ehf. sem sinnir meðal annars alhliða köfunarþjónustu í Eyjum. Helstu áhugamál Gunnlaugs eru fjölskylda og vinir, ásamt því að æfa CrossFit af miklu kappi

50 ára Gunnlaugur fæddist í Reykjavík þann 30. janúar 1974. Síðar flutti hann til Vestmannaeyja þar sem hann rekur fyrirtæki sitt GELP ehf. sem sinnir meðal annars alhliða köfunarþjónustu í Eyjum. Helstu áhugamál Gunnlaugs eru fjölskylda og vinir, ásamt því að æfa CrossFit af miklu kappi. Gunnlaugur er virkur meðlimur í Bjargveiðimannafélaginu Brandi ásamt því að hafa tekið þátt í starfi Björgunarfélags Vestmannaeyja frá 1991.

Fjölskylda Eiginkona Gunnlaugs er Drífa Þöll Arnardóttir, f. 1975, grunnskólakennari sem starfar sem bókavörður hjá Bókasafni Vestmannaeyja. Börn þeirra eru Arna og Erlendur, f. 2009. Foreldrar Gunnlaugs eru Erlendur Pétursson, f. 1943, húsasmíðameistari, og Elísabet Arnoddsdóttir, f. 1942, hjúkrunarfræðingur. Systkini Gunnlaugs eru Arnoddur, f. 1967, Pétur Freyr, f. 1970, og Anna Stefanía, f. 1974.