Enn hefur ekki tekist að temja sauðfé til að koma sjálft ofan af fjöllum þegar sláturtíð fer í hönd. Að smala því og reka niður kallast göngur og þeir sem þær stunda nefnast gangnamenn

Enn hefur ekki tekist að temja sauðfé til að koma sjálft ofan af fjöllum þegar sláturtíð fer í hönd. Að smala því og reka niður kallast göngur og þeir sem þær stunda nefnast gangnamenn. Þessar göngur fyrirfinnast nefnilega ekki í eintölu. En það gera aðrar göngur og þeir sem stunda gönguferðir eru göngumenn.