Grindavík Umferð var stýrt inn í Grindavík í gær og þurftu íbúar að sýna QR-kóða til að fá að komast inn í bæinn að vitja eigna sinna og sækja muni.
Grindavík Umferð var stýrt inn í Grindavík í gær og þurftu íbúar að sýna QR-kóða til að fá að komast inn í bæinn að vitja eigna sinna og sækja muni. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Grindvíkingar fengu tækifæri í gær til þess að vitja eigna sinna og sækja muni í gær. Hleypt var inn í bæinn í hollum og höfðu íbúar þrjár klukkustundir til að sækja það allra mikilvægasta. Var þetta í fyrsta sinn sem íbúar fá að fara inn í bæinn síðan eldgos hófst 14

Grindvíkingar fengu tækifæri í gær til þess að vitja eigna sinna og sækja muni í gær. Hleypt var inn í bæinn í hollum og höfðu íbúar þrjár klukkustundir til að sækja það allra mikilvægasta.

Var þetta í fyrsta sinn sem íbúar fá að fara inn í bæinn síðan eldgos hófst 14. janúar.

Plássið var nýtt til hins ýtrasta í hverri bifreið sem fór inn í bæinn í gær eins og sjá má á myndum. Þá nýttu íbúar tækifærið til þess að sækja ólíka hluti. Morgunblaðið ræddi meðal annars við íbúa sem sóttu golfsett og pítsaofn. Margir íbúanna höfðu ekki komið inn í bæinn síðan fyrir jól og höfðu því beðið óþreyjufullir eftir því að fá leyfi frá lögreglunni og almannavörnum til að komast inn í bæinn.

Akstursskilyrði voru ekki með besta móti á Krýsuvíkurvegi í gær og sátu einhverjir Grindvíkingar fastir. Þó hafði Vegagerðin rutt veginn um morguninn, en mikil snjókoma var og því varð vegurinn fljótt aftur ófær. » 4