Geimfarið SLIM
Geimfarið SLIM
Japanska geimferðastofnunin, JAXA, hefur aftur náð sambandi við geimfar sitt á tunglinu. Farið lenti á tunglinu 20. janúar sl. og gekk lendingin að óskum að því undanskildu að sólarsellur þess náðu ekki að framleiða rafmagn

Japanska geimferðastofnunin, JAXA, hefur aftur náð sambandi við geimfar sitt á tunglinu. Farið lenti á tunglinu 20. janúar sl. og gekk lendingin að óskum að því undanskildu að sólarsellur þess náðu ekki að framleiða rafmagn. Ákveðið var að slökkva á farinu í von um að það myndi vakna til lífsins þegar sólarljós skini á það.

Það gerðist í gær og sagði talsmaður geimferðastofnunarinnar að farið hefði vaknað til lífsins og byrjað að senda myndir af grjóti við lendingarstaðinn.

Japan er fimmta ríkið sem nær „mjúkri lendingu“ á tunglinu en áður hafa Bandaríkin, Sovétríkin, Indland og Kína náð þeim árangri.