Kynverund Handbókin er hugsuð fyrir kennara í framhaldsskólum.
Kynverund Handbókin er hugsuð fyrir kennara í framhaldsskólum. — Ljósmynd/Colourbox
Samtök um kynheilbrigði hafa nú gefið út handbókina Kynheilbrigði og vellíðan ungs fólks. Er handbókin hugsuð fyrir kennara í framhaldsskólum til kennslu um kynheilbrigðismál og er tilgangur hennar að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Samtök um kynheilbrigði hafa nú gefið út handbókina Kynheilbrigði og vellíðan ungs fólks. Er handbókin hugsuð fyrir kennara í framhaldsskólum til kennslu um kynheilbrigðismál og er tilgangur hennar að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks.

Segir í tilkynningu frá samtökunum að fram hafi komið í rannsóknum að mikil þörf sé á kennslu um kynheilbrigði í framhaldsskólum landsins. Þá hafi verið gerð könnun árið 2022 meðal nemenda í framhaldsskólum hér á landi þar sem í ljós kom að um 50% sögðust hafa fengið kynfræðslu á 1. ári en aðeins 8% á 2. ári og 3% á 3. ári.

Byggir handbókin á hugmyndafræði sem er í örri þróun og snýst um heilbrigði og jákvæða kynverund einstaklingsins, sem og að leggja áherslu á kynferðislega vellíðan og að einstaklingurinn eigi að geta notið sín sem kynvera.

Stjórn Samtaka um kynheilbrigði verður með kynningu á kynfræðsluefninu á morgun, miðvikudaginn 31. janúar, kl. 16:15 í norðursal Hins hússins við Rafstöðvarveg 7-9, 110 Reykjavík. Kynningin mun taka um 30 mínútur en að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.

Höf.: Anna Rún Frímannsdóttir