Mosfellsbær Gerður Pálsdóttir og Marco Pizzolato við frískápinn.
Mosfellsbær Gerður Pálsdóttir og Marco Pizzolato við frískápinn. — Ljósmynd/Hilmar Gunnarsson
Til stendur að fjarlægja frískáp sem hefur staðið fyrir utan verslunarmiðstöðina Kjarnann í Mosfellsbæ frá því í mars á síðasta ári. Ástæðan er slæm umgengni við frískápinn, að sögn Gerðar Pálsdóttur, en hún hefur haft umsjón með skápnum

Til stendur að fjarlægja frískáp sem hefur staðið fyrir utan verslunarmiðstöðina Kjarnann í Mosfellsbæ frá því í mars á síðasta ári. Ástæðan er slæm umgengni við frískápinn, að sögn Gerðar Pálsdóttur, en hún hefur haft umsjón með skápnum.

Markmiðið með frískápnum er m.a. að minnka matarsóun og deila mat milli fólks í stað þess að henda honum en slíkir skápar hafa verið settir upp víða um land.

„Það er ekki búið að fjarlægja frískápinn en því miður gæti þurft að gera það um ókominn tíma. Umgengnin við skápinn hefur verið mjög slæm. Það hefur verið tekinn matur úr frískápnum og honum dreift út um allt og við verðum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Gerður en hún segist hafa séð sig knúna til að tilkynna um slæma umgengni við skápinn á Facebook-síðunni Frískápur/Freedge í Mosfellsbæ. gummih@mbl.is