Róbert Wessman, forstjóri Alvotech.
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech.
Gengi bréfa í Alvotech hækkaði í gær um 5,6% í um 860 milljóna króna viðskiptum, og hefur aldrei verið hærra en nú. Gengi á hvern hlut var við lokun markaða í gær 2.080 kr. á hlut en en fór hæst í 2.050 kr

Gengi bréfa í Alvotech hækkaði í gær um 5,6% í um 860 milljóna króna viðskiptum, og hefur aldrei verið hærra en nú. Gengi á hvern hlut var við lokun markaða í gær 2.080 kr. á hlut en en fór hæst í 2.050 kr. á hlut undir lok febrúar í fyrra. Alvotech tilkynnti í gærmorgun jákvæðar niðurstöður rannsókna á lyfjahvörfum AVT03, sem er fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Prolia og Xgeva. Þá er gert ráð fyrir því að bandaríska matvælaeftirlitið (FDA) samþykki von bráðar markaðsleyfi fyrir hliðstæðu við Humira (AVT02) og hliðstæðu við Stelara (AVT04). Gengi bréfa í Alvotech hefur hækkað um 31% það sem af er ári.