Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Söngleikurinn Eitruð lítil pilla verður til umræðu á næsta Leikhúskaffi Borgarbókasafnsins í Kringlunni, í dag, þriðjudaginn 30. janúar, kl. 17.30-18.30. Þar mun Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikstjóri segja gestum stuttlega frá sýningunni

Söngleikurinn Eitruð lítil pilla verður til umræðu á næsta Leikhúskaffi Borgarbókasafnsins í Kringlunni, í dag, þriðjudaginn 30. janúar, kl. 17.30-18.30. Þar mun Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikstjóri segja gestum stuttlega frá sýningunni. Í kjölfarið verður farið yfir á Stóra svið Borgarleikhússins þar sem leikmyndin verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasama. Aðgangur er ókeypis.

Söngleikurinn Eitruð lítil pilla (Jagged Little Pill) verður frumsýndur í febrúar á Stóra sviði Borgarleikhússins. Söngleikurinn byggist á tónlist af samnefndri plötu Alanis Morissette, „einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins“, eins og segir í tilkynningu. Með helstu hlutverk fara Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Valur Freyr Einarsson, Sigurður Ingvarsson og Aldís Amah Hamilton.