Norður ♠ 109 ♥ G76 ♦ G98 ♣ KD532 Vestur ♠ KDG84 ♥ K109832 ♦ 4 ♣ 7 Austur ♠ – ♥ ÁD4 ♦ K752 ♣ ÁG1094 Suður ♠ Á76532 ♥ 5 ♦ ÁD1063 ♣ 6 Suður spilar 4♠ doblaða

Norður

♠ 109

♥ G76

♦ G98

♣ KD532

Vestur

♠ KDG84

♥ K109832

♦ 4

♣ 7

Austur

♠ –

♥ ÁD4

♦ K752

♣ ÁG1094

Suður

♠ Á76532

♥ 5

♦ ÁD1063

♣ 6

Suður spilar 4♠ doblaða.

„Aprés-Bridge Champs? Hvað þýðir það eiginlega? Eftiráspekingar?“ Gölturinn er ekki vel að sér í erlendum tungumálum en hann kann að nota Google Translate og sér ekki betur en að „aprés“ sé franska og merki „eftir“ eða „fyrir aftan“.

En hvað sem allri merkingarfræði líður er ljóst að Aprés-sveitin gerði góða ferð til Íslands – vann allt sem hægt var að vinna: fyrst stórmót WBT Masters, síðan bæði gull og silfur í tvímenningi bridshátíðar og lauk loks góðu verki með sigri í sveitakeppninni. „Einsdæmi í mannkynssögunni og þótt víðar væri leitað,“ segir Óskar ugla.

Spilið að ofan er frá úrslitaleik WBT Masters þar sem Aprés-liðar gjörsigruðu sveit Mavericks frá Indlandi. Strax í öðru spili seig á ógæfuhliðina hjá Utangarðsmönnum þegar þeir tóku dýra fórn í 4♠ yfir 4♥. Sagnhafi missti vald á spilinu og fór 1.700 niður.