Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þingmenn eru ekki allir sáttir við Smiðjuna, nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Þingmenn fá ekki að koma með sín eigin húsgögn á nýju skrifstofurnar og mega enn sem komið er ekki hengja upp ljósmyndir eða málverk á veggina

Þingmenn eru ekki allir sáttir við Smiðjuna, nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Þingmenn fá ekki að koma með sín eigin húsgögn á nýju skrifstofurnar og mega enn sem komið er ekki hengja upp ljósmyndir eða málverk á veggina.

Þá þykir ansi hljóðbært í húsinu, helst á milli skrifstofa, sem getur verið heldur óhentugt að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þingmanns Viðreisnar.

Þorgerður kveðst þó nokkuð sátt við sína skrifstofu. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, er ekki par sáttur við sína skrifstofu og segir útsýnið heldur lélegt. Horfir hann út á hvítan vegg og kveðst alveg eins geta verið lokaður inni á Litla-Hrauni.

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, telur þingmenn almennt ánægða með nýja húsnæðið. Það gæti þó tekið tíma að venjast breytingunum. » 6