Óveður Þak fauk af byggingu á Hvaleyju nálægt Tromsö í Norður-Noregi.
Óveður Þak fauk af byggingu á Hvaleyju nálægt Tromsö í Norður-Noregi. — AFP
Mikið óveður gekk yfir Norður-Noreg í gær. Sterkar vindhviður mældust og voru íbúar beðnir um að halda sig innandyra. Vindhraðinn mældist allt að 64 metrar á sekúndu. Meðal afleiðinga veðursins voru aurskriður, skert skólastarf, miklar skemmdir á…

Mikið óveður gekk yfir Norður-Noreg í gær. Sterkar vindhviður mældust og voru íbúar beðnir um að halda sig innandyra. Vindhraðinn mældist allt að 64 metrar á sekúndu.

Meðal afleiðinga veðursins voru aurskriður, skert skólastarf, miklar skemmdir á eignum, vegalokanir og aflýstar flugferðir og bátsferðir.

Veðrið skánaði síðdegis en sterkir vindar héldu áfram að blása.