Norður ♠ K105 ♥ 1072 ♦ Á8532 ♣ Á6 Vestur ♠ 97652 ♥ Á643 ♦ K4 ♣ K5 Austur ♠ G8 ♥ KG85 ♦ D ♣ 1087432 Suður ♠ ÁD4 ♥ D9 ♦ G10976 ♣ DG9 Suður spilar 3G

Norður

♠ K105

♥ 1072

♦ Á8532

♣ Á6

Vestur

♠ 97652

♥ Á643

♦ K4

♣ K5

Austur

♠ G8

♥ KG85

♦ D

♣ 1087432

Suður

♠ ÁD4

♥ D9

♦ G10976

♣ DG9

Suður spilar 3G.

Après-sveitin sigursæla er skipuð dönsku hjónunum Morten og Dorte Bilde, syni þeirra Dennis Bilde og Martin Schaltz, syni annarra þekktra bridshjóna í Danmörku (Dorthe og Peter Schaltz). Þriðja par sveitarinnar mynda þýsk-danska stórstjarnan Sabine Auken og spúsi hennar Roy Welland, sem er fæddur Bandaríkjamaður en spilar nú fyrir Þýskaland.

Sabine var svolítið heppin í þessu spili frá úrslitaleik WBT-Masters. Hún fékk út spaða gegn 3G, setti tíuna úr borði og drap gosann með ás. Renndi svo tígli yfir á drottningu austurs. Þar sat á fletjum fyrir Indverjinn Keyzad Anklesaria og honum datt ekki í hug að spila öðrum spaða. Hann skipti yfir í hjarta og valdi GOSANN í því augnamiði að umkringja drottningu smátt þriðju í suður. Rökrétt, en afar óheppilegt í þessu tilfelli þar eð suður átti níuna með drottningunni. Tíu slagir.