Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að laun muni hækka um 6,5% á þessu ári. Þá muni laun hækka um 5,5% á því næsta og 4,5% á árinu 2026. Þetta telur bankinn að gerast muni samhliða minnkandi spennu á vinnumarkaði og minna innflæði erlends vinnuafls til landsins

Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að laun muni hækka um 6,5% á þessu ári. Þá muni laun hækka um 5,5% á því næsta og 4,5% á árinu 2026. Þetta telur bankinn að gerast muni samhliða minnkandi spennu á vinnumarkaði og minna innflæði erlends vinnuafls til landsins. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur bankans bendir þó á að margt sé óljóst um hver niðurstaða kjaraviðræðna verði og að sú lending muni ráða miklu um það hvernig aðstæður muni þróast í hagkerfinu að öðru leyti.

Miðað við gefnar forsendur telur bankinn að stýrivextir muni lækka hægt á komandi misserum. Þeir muni þokast niður í 8%, úr 9,25% út þetta ár og að aðra tólf mánuði taki að lækka þá niður í 6%. Þeir verði komnir í 5% við lok spátímans, þ.e. á árinu 2027.

Í samtali við Dagmál telur Jón Bjarki að líkur hafi aukist á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun á miðvikudag í næstu viku, í kjölfar þess að afar hagfelld verðbólgumæling barst frá Hagstofunni snemma í gær.
» ViðskiptaMogginn