Norskur olíuborpallur við Bergen.
Norskur olíuborpallur við Bergen.
Norski olíusjóðurinn, stærsti eftirlaunasjóður heim, skilaði methagnaði á síðasta ári sem nam 2,2 billjónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði um 29 þúsund milljarða íslenskra króna. Hagnaðurinn var knúinn áfram af tæknihlutabréfum og veikum…

Norski olíusjóðurinn, stærsti eftirlaunasjóður heim, skilaði methagnaði á síðasta ári sem nam 2,2 billjónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði um 29 þúsund milljarða íslenskra króna. Hagnaðurinn var knúinn áfram af tæknihlutabréfum og veikum innlendum gjaldmiðli, sagði Nicolai Tangen, framkvæmdastjóri fjárfestingastýringar Seðlabanka Noregs. Hagnaðurinn kemur í kjölfar gríðarlegs taps árið 2022. Í sjóðinn renna tekjur frá olíu- og gasfyrirtækjum í ríkiseign í Noregi. Markmið hans er að fjármagna framtíðarútgjöld í velferðarríkinu.