Einn var flutt­ur á sjúkra­deild í gærkvöldi eft­ir al­var­legt um­ferðarslys á Reykja­nes­braut, í grennd við ál­verið í Straums­vík, þar sem fólks­bif­reið og vöru­flutn­inga­bíll lentu sam­an. Var það ökumaður fólks­bif­reiðar­inn­ar sem var…

Einn var flutt­ur á sjúkra­deild í gærkvöldi eft­ir al­var­legt um­ferðarslys á Reykja­nes­braut, í grennd við ál­verið í Straums­vík, þar sem fólks­bif­reið og vöru­flutn­inga­bíll lentu sam­an.

Var það ökumaður fólks­bif­reiðar­inn­ar sem var flutt­ur á slysa­deild en viðbragðsaðilar þurftu að beita klipp­um til að ná bíl­stjór­an­um út úr bíln­um.

Tilkynnt var um slysið um klukkan 19 í gærkvöldi og var umferð lokað í kjölfar slysins. Var lokað fyrir umferð í báðar áttir í um tvær og hálfa klukkustund. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu.