Chris Rock
Chris Rock
Bandarísku kvikmyndastjörnurnar Chris Rock og Leonardo DiCaprio hafa gert samning þess efnis að sá fyrrnefndi leikstýri og sá síðarnefndi framleiði enskumælandi útgáfu af dönsku Óskarsverðlaunakvikmyndinni Druk (2020), sem Thomas Vinterberg…

Bandarísku kvikmyndastjörnurnar Chris Rock og Leonardo DiCaprio hafa gert samning þess efnis að sá fyrrnefndi leikstýri og sá síðarnefndi framleiði enskumælandi útgáfu af dönsku Óskarsverðlaunakvikmyndinni Druk (2020), sem Thomas Vinterberg leikstýrði með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki.

Deadline greinir fyrst frá þessu. Þar er tekið fram að ekki liggi fyrir á núverandi stundu hverjir muni fara með hlutverk vinanna fjögurra í myndinni. Ekki er heldur vitað hvort nýja myndin muni bera ­enskan titil Druk (d. ofdrykkja) sem var Another Round, sem þýða mætti sem annan umgang. Rock hefur að undanförnu einbeitt sér að leikstjórn í auknum mæli og mun m.a. leikstýra myndinni King: A Life sem Steven Spielberg framleiðir, en myndin fjallar um Martin Luther King Jr.