Guðmundur Pétursson gítarleikari verður gestur Jóns Ólafssonar í Af fingrum fram í Salnum annað kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. „Guðmundur var unglingur þegar hann sló í gegn sem frábær gítarleikari og það tók hann ekki langan tíma að komast í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna

Guðmundur Pétursson gítarleikari verður gestur Jóns Ólafssonar í Af fingrum fram í Salnum annað kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. „Guðmundur var unglingur þegar hann sló í gegn sem frábær gítarleikari og það tók hann ekki langan tíma að komast í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna. Hann er jafnvígur á allar tegundir gítars, flestar tónlistar­stefnur og nú síðustu árin er hann meira að segja farinn að syngja eigið efni. Guðmundur er auðvitað vel þekktur fyrir blús­gítar­leik sinn en hann hefur einnig skrifað verk fyrir sinfóníuhljómsveit og gefið út sólóplötur af ýmsum toga auk þess að vera líklega eftirsóttasti gítarleikari allra tíma á Íslandi,“ segir í tilkynningu.