Þrír íslenskir landsliðsmenn í knattspyrnu gætu verið á leið til belgíska félagsins Kortrijk en þar tók Freyr Alexandersson við sem þjálfari í byrjun janúar. Þetta eru Mikael Anderson frá AGF í Danmörku, Stefán Teitur Þórðarson frá Silkeborg í…
Þrír íslenskir landsliðsmenn í knattspyrnu gætu verið á leið til belgíska félagsins Kortrijk en þar tók Freyr Alexandersson við sem þjálfari í byrjun janúar. Þetta eru Mikael Anderson frá AGF í Danmörku, Stefán Teitur Þórðarson frá Silkeborg í Danmörku og Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Viking í Noregi. Danskir og norskir fjölmiðlar segja að áhugi belgíska félagsins sé mikill og það sé þegar búið að gera tilboð í bæði Mikael og Patrik.