Hákon Rafn Valdimarsson getur orðið 21. Íslendingurinn sem leikur í efstu deild karla í enska fótboltanum, ef og þegar hann fær sitt fyrsta tækifæri með Brentford í úrvalsdeildinni. Albert Guðmundsson var sá fyrsti þegar hann fékk undanþágu til að…

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Hákon Rafn Valdimarsson getur orðið 21. Íslendingurinn sem leikur í efstu deild karla í enska fótboltanum, ef og þegar hann fær sitt fyrsta tækifæri með Brentford í úrvalsdeildinni.

Albert Guðmundsson var sá fyrsti þegar hann fékk undanþágu til að leika tvo leiki sem áhugamaður með Arsenal árið 1946, en á þeim tíma máttu erlendir leikmenn ekki spila í deildinni.

Hermann Hreiðarsson er sá leikjahæsti með 322 leiki, fjórum meira en Gylfi Þór Sigurðsson.

Íslendingarnir tuttugu sem hafa leikið í deildinni eru eftirtaldir, leikjafjöldinn fremstur og síðan félög og ár:

322 – Hermann Hreiðarsson, Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich, Charlton, Portsmouth, 1997-2011.

318 – Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea, Tottenham, Everton, 2012-2021.

211 – Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea, Tottenham, Stoke, Fulham, 2000-2011.

202 – Guðni Bergsson, Tottenham, Bolton, 1988-2003.

150 – Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley, 2016-2024. (Fyrir leikinn gegn Manchester City í gærkvöld).

126 – Grétar Rafn Steinsson, Bolton, 2008-2012.

96 – Heiðar Helguson, Watford, Fulham, Bolton, QPR, 2000-2012.

75 – Sigurður Jónsson, Sheffield Wednesday, Arsenal, 1984-1991.

72 – Ívar Ingimarsson, Reading, 2006-2008.

51 – Aron Einar Gunnarsson, Cardiff, 2013-2019.

45 – Arnar Gunnlaugsson, Bolton, Leicester, 1997-2001.

43 – Brynjar B. Gunnarsson, Reading, 2006-2008.

37 – Þorvaldur Örlygsson, Nottingham Forest, 1989-1993.

32 – Jóhannes Karl Guðjónsson, Aston Villa, Wolves, Burnley, 2002-2010.

29 – Lárus Orri Sigurðsson, WBA, 2002-2003.

10 – Þórður Guðjónsson, Derby County, 2001.

9 – Jóhann Birnir Guðmundsson, Watford, 1999-2000.

3 – Eggert Gunnþór Jónsson, Wolves, 2011-2012.

2 – Albert Guðmundsson (eldri), Arsenal, 1946.

1 - Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal, 2021.

Ólíklegt er að Hákon bætist í hóp þeirra Íslendinga sem hafa skorað í deildinni, en af þessum tuttugu leikmönnum er Gylfi Þór markahæstur með 67 mörk, Eiður Smári skoraði 55, Heiðar 28, Hermann 14, Guðni 10, Jóhann Berg er með 9, Sigurður 5, Ívar 4, Grétar Rafn 4, Brynjar Björn 3, Arnar 3, Aron Einar 2, Jóhannes Karl 2, Þorvaldur 2 og Þórður 1.

Höf.: Víðir Sigurðsson