„Einn fremsti píanóleikari samtímans, Benjamin Grosvenor, leikur píanókonsert Busonis með Sinfóníuhljómsveit Íslands og karlakórnum Fóstbræðrum,“ í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Kornilios Michail­id­is

„Einn fremsti píanóleikari samtímans, Benjamin Grosvenor, leikur píanókonsert Busonis með Sinfóníuhljómsveit Íslands og karlakórnum Fóstbræðrum,“ í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Kornilios Michail­id­is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitinni. Þar kemur fram að Grosvenor sé þekktur fyrir fágaðan, ljóðrænan leik og „í túlkun hans þykir ríkja hið fullkomna jafnvægi tækni og músík­alskrar tjáningar. Konsertinn sem hér hljómar er eitt stórbrotnasta og umfangsmesta verk sinnar tegundar í sögunni og ögrar lögmálum formsins á ýmsan hátt.“ Á undan konsertinum hljómar Klassíska sinfónían eftir Prokofíev.