Trausti Hjálmarsson
Trausti Hjálmarsson
Trausti Hjálmarsson gefur kost á sér til formennsku í Bændasamtökunum, en kosið verður í byrjun mars. Trausti hefur síðustu tvö árin verið formaður í deild sauðfjárbænda. „Það hefur verið skemmtilegt en ég ætla að láta þar við sitja og stefni…

Trausti Hjálmarsson gefur kost á sér til formennsku í Bændasamtökunum, en kosið verður í byrjun mars. Trausti hefur síðustu tvö árin verið formaður í deild sauðfjárbænda. „Það hefur verið skemmtilegt en ég ætla að láta þar við sitja og stefni ótrauður á að vinna fyrir alla íslenska bændur,“ segir Trausti.

„Ég tel mikilvægt fyrir okkur bændur og stjórnvöld að leggjast vel yfir kerfin sem við erum að vinna eftir og nú er tækifæri til þess. Bæði ytra umhverfi landbúnaðarins og innra skipulag kerfisins. Bændur gera sér grein fyrir þörfinni og mér sýnist stjórnvöld átta sig á því að eitthvað þurfi að gera til að landbúnaður leggist ekki smátt og smátt af. Við ættum frekar að auka matvælaframleiðslu.“

Gunnar Þorgeirsson er formaður BÍ og hefur lýst yfir framboði. Verða því tveir í framboði hið minnsta.