Stjarna Chita Rivera árið 2015. Hún starfaði á Broadway í um sex áratugi.
Stjarna Chita Rivera árið 2015. Hún starfaði á Broadway í um sex áratugi. — AFP/Kena Betancur
Broadway-stjarnan Chita Rivera er látin 91 árs að aldri eftir stutt veikindi. Þetta hefur Variety eftir kynningarfulltrúa hennar. Rivera, sem var jafnvíg á leik, söng og dans, fór með hlutverk Anítu í West Side Story eftir Leonard Bernstein við…

Broadway-stjarnan Chita Rivera er látin 91 árs að aldri eftir stutt veikindi. Þetta hefur Variety eftir kynningarfulltrúa hennar. Rivera, sem var jafnvíg á leik, söng og dans, fór með hlutverk Anítu í West Side Story eftir Leonard Bernstein við texta Stephens Sondheims og með dönsum Jeromes Robbins þegar söngleikurinn var frumsýndur á Broad­­way 1957. Hún fór einnig með titilhlutverkið í Kiss of the Spider Woman 1993 og hlutverk Velmu Kelly í fyrstu uppfærslu Chicago á Broadway 1975. Ferill Rivera á Broadway spannaði rúm sextíu ár og á þeim tíma vann hún til tveggja Tony-sviðslistaverðlauna í Bandaríkjunum og var tilnefnd til átta verðlauna til viðbótar.