Stefán Eiríksson
Stefán Eiríksson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrir rúmum mánuði undirrituðu menningarmálaráðherra og útvarpsstjóri samning um starfsemi Ríkisútvarpsins til næstu ára þar sem segir meðal annars að unnið verði að því að „minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu“.

Fyrir rúmum mánuði undirrituðu menningarmálaráðherra og útvarpsstjóri samning um starfsemi Ríkisútvarpsins til næstu ára þar sem segir meðal annars að unnið verði að því að „minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu“.

Viðskiptablaðið vakti í gær athygli á að skömmu áður hafði stjórn Rúv. samþykkt fjárhagsáætlun þessa árs á fundi sínum en þar er gert ráð fyrir 17,4% aukningu auglýsingatekna á þessu ári. Í sömu fundargerð segir að tekjur fyrstu tíu mánaða ársins 2023 hafi verið 129 milljónum króna yfir áætlun.

Tekjur Rúv. hafa farið vaxandi á undanförnum árum á sama tíma og einkareknir miðlar hafa almennt gefið eftir í samkeppninni og jafnvel tínt tölunni. Rúv. er hins vegar ekki í neinni hættu því að auk ört vaxandi auglýsingatekna er sífellt verið að hækka útvarpsgjaldið, ofan á þá sjálfvirku hækkun sem felst í fjölgun landsmanna. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að auglýsingatekjur Rúv. hafi verið rétt ríflega 2 milljarðar árið 2021 en stefni samkvæmt fjárhagsáætlun í að fara yfir 3 milljarða á þessu ári.

Ríkisútvarpið fer með öðrum orðum sínu fram, alveg óháð lögum eða samningum við ráðherra. Slíkt er bara upp á punt að mati stofnunarinnar.