Maður með mynd af Suu Kyi
Maður með mynd af Suu Kyi
Herstjórnin í Myanmar hefur framlengt neyðarástand í landinu um hálft ár og enn á ný frestað þing­kosningum sem hún hefur lofað að halda. Segir herstjórnin að ástandið í landinu sé enn ótryggt og nauðsynlegt að stjórnin hafi völd til að berjast við hryðjuverkamenn

Herstjórnin í Myanmar hefur framlengt neyðarástand í landinu um hálft ár og enn á ný frestað þing­kosningum sem hún hefur lofað að halda. Segir herstjórnin að ástandið í landinu sé enn ótryggt og nauðsynlegt að stjórnin hafi völd til að berjast við hryðjuverkamenn. Herforingjastjórnin lýsti yfir neyðarástandi þegar hún rændi völdum árið 2021 og hneppti Aung San Suu Kyi forseta landsins í varðhald. Í kjölfarið reis upp mikil mótmælaalda sem bæld var niður með harðri hendi. Neyðarástandið hefur verið framlengt nokkrum sinnum ­síðan. Herstjórnin segir að stjórnarskrá sem staðfest var árið 2008 sé enn í gildi, en samkvæmt henni þurfa stjórnvöld að boða til kosninga sex mánuðum eftir að neyðar­ástandi er aflétt.