Danmörk Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir leikur með AGF.
Danmörk Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir leikur með AGF. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, knattspyrnukona úr FH, er komin til Danmerkur og leikur þar með úrvalsdeildarliðinu AGF frá Árósum til loka tímabilsins. Sunneva er 26 ára og var fyrirliði FH í Bestu deildinni á síðasta tímabili

Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, knattspyrnukona úr FH, er komin til Danmerkur og leikur þar með úrvalsdeildarliðinu AGF frá Árósum til loka tímabilsins. Sunneva er 26 ára og var fyrirliði FH í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Þar með eru íslenskir leikmenn í fjórum af þeim sex liðum sem leika áfram um danska meistaratitilinn þegar keppni heldur áfram í mars eftir vetrarfríið. AGF er í sjötta sæti og var síðasta liðið sem slapp inn í efri hlutann.