[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
  • Ekkert verður af því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætist í dag þegar lið þeirra, Inter Miami og Al-Nassr, mætast í Sádi-Arabíu, þar sem bandaríska liðið dvelur nú við æfingar og keppni
  • Ekkert verður af því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætist í dag þegar lið þeirra, Inter Miami og Al-Nassr, mætast í Sádi-Arabíu, þar sem bandaríska liðið dvelur nú við æfingar og keppni. Talsverð eftirvænting ríkti fyrir þessa mögulega síðustu viðureign gömlu erkifjendanna en í gær skýrði þjálfari Al-Nassr frá því að Ronaldo yrði ekki með vegna meiðsla.
  • Andy Schmid, besti handboltamaður Sviss frá upphafi, hefur lagt skóna á hilluna, fertugur að aldri, eftir að hafa leikið með svissneska landsliðinu á EM í Þýskalandi. Hann lék í tólf ár með þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen og var valinn besti leikmaður deildarinnar fimm ár í röð, frá 2014 til 2018, en Schmid varð tvisvar þýskur meistari með liðinu.
  • Þýski knattspyrnumaðurinn Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, íhugar að taka fram landsliðsskóna á nýjan leik, en hann hætti að leika með landsliðinu eftir EM 2021. Evrópumótið fer fram í Þýskalandi í sumar og að sögn The Athletic þykir Kroos freistandi að taka eitt stórmót í viðbót og það á heimavelli.
  • Bjartey Hanna Gísladóttir, 13 ára markvörður Fram í knattspyrnu, hlaut eldskírn sína með meistaraflokki liðsins þegar hún lék allan leikinn í markinu í naumu tapi fyrir bikarmeisturum Víkings úr Reykjavík í Reykjavíkurmótinu á þriðjudagskvöld. Bjartey Hanna er fædd árið 2010, verður 14 ára í maí og er enn í 4. flokki Fram.
  • Benoit Kounkoud, leikmaður Evrópumeistara Frakklands í handknattleik, var í gærmorgun handtekinn, grunaður um tilraun til nauðgunar á skemmtistað í París. Kounkoud er 26 ára hornamaður, samherji Hauks Þrastarsonar hjá pólska meistaraliðinu Kielce.
  • Forráðamenn danska knattspyrnufélagsins Silkeborg höfnuðu á dögunum tilboði í íslenska landsliðsmanninn Stefán Teit Þórðarson. Danski miðillinn Bold.dk greinir frá þessu en Stefán Teitur, sem er 25 ára gamall, hefur undanfarna daga verið sterklega orðaður við belgíska A-deildarfélagið Kortrijk, þar sem Freyr Alexandersson tók við stjórnartaumunum í byrjun janúarmánaðar. Sagt er að tilboðið hafi numið um fimm milljónum danskra króna, eða tæplega 100 milljónum íslenskra króna.