— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2023 voru afhent í 35. sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gærkvöldi. Þau Steinunn Sigurðardóttir, Gunnar…

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2023 voru afhent í 35. sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gærkvöldi.

Þau Steinunn Sigurðardóttir, Gunnar Helgason, Rán Flygenring og Haraldur Sigurðsson hlutu verðlaunin að þessu sinni sem Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti.

Fengu þau nýjan verðlaunagrip sem nefnist Blængur eftir Matthías Rúnar Sigurðsson. Við sama tækifæri hlaut Eva Björg Ægisdóttir Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann 2023. Á myndinni til hliðar eru Guðni Th. Jóhannesson forseti, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, Eva Björg Ægisdóttir, Rán Flygenring, Gunnar Helgason, Haraldur Sigurðsson, Steinunn Sigurðardóttir og Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda (Fíbút). » 74