Andlát sex ára barns í Kópavogi er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning um málið barst embættinu um klukkan hálfátta í gærmorgun og hélt lögreglan þegar á vettvang, í íbúðarhús á Nýbýlavegi

Andlát sex ára barns í Kópavogi er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning um málið barst embættinu um klukkan hálfátta í gærmorgun og hélt lögreglan þegar á vettvang, í íbúðarhús á Nýbýlavegi. Barnið var látið þegar lögreglu bar að garði.

RÚV greindi frá því í gær að kona væri í haldi lögreglu vegna málsins og að hún ætti að sæta geðmati. Ei­rík­ur Val­berg, lög­reglu­full­trúi hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, kvaðst þó ekki geta staðfest það í samtali við Morgunblaðið. Eiríkur sagði ekki frekari upplýsingar veittar að svo stöddu, enda málið á viðkvæmu stigi.